Góð verkefnastaða hjá iðnfyrirtækinu Límtré kallar á það að fyrirtækið þarf að fjölga starfsmönnum í verksmiðjum sínum á Flúðum og í Reykholti. Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Límtré, segir stöðuna hjá fyrirtækinu vera þokkalega miðað við árferði.
„Þá erum við fyrst og fremst að tala um stöðu okkar verkefnalega séð,“ segir Stefán Logi. „Við sjáum fram á það að við munum hafa nóg fyrir stafni allavega fram á sumarið.“
Vegna þessarar góðu verkefnastöðu þurfti fyrirtækið að auglýsa eftir starfsmönnum um daginn, en fyrir starfa fjórtán starfsmenn í Reykholti og á Flúðum.
Verkefnin sem um ræðir eru bygging tveggja reiðhalla, auk verkefna tengdum landbúnaði, fiskvinnslu og ferðamannaiðnaðinum.