Lionsklúbbur Selfoss gaf stóla og tæki á HSU

Félagar í Lionsklúbbnum ásamt forstjóra og starfsmönnum HSU sem tóku við gjöfunum. Ljósmynd/Aðsend

Lionsklúbbur Selfoss afhenti í liðinni viku nokkrar gjafir til líknar- og göngudeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Lionsklúbburinn safnaði fyrir þessum gjöfum meðal annars með því að safna fé með sölu auglýsinga í jólablað Lions sem er gefið út fyrir hver jól.

Gjafirnar voru æðaskanni sem gerir lyfjagjöf í æð auðveldari, tveir Lazy Boy stólar og sjónvarp með tveimur þráðlausum heyrnartólum að andvirði rúmlega 1,2 milljón.

Í tilefni að þessu bauð HSU til kaffisamsætis í matsal stofnunarinnar.

Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU tekur við gjöfunum frá Sigurði Magnússyni fyrrum formanni Lionsklúbbs Selfoss. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri grein„Allir finni sér eitthvað við sitt hæfi“
Næsta greinGæði og gleði á bjórhátíð Ölverks