Lionsklúbburinn Dynkur stofnaður

Mánudagskvöldið 31. mars var stofnaður Lionsklúbbur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann hlaut nafnið Dynkur eftir hinum fagra fossi. Það voru 34 karlmenn, á aldrinum 32 til 69 ára, sem gengu til liðs við klúbbinn.

Stjórnin er skipuð þeim Jóhannesi Eggertssyni formanni, Bjarna Hlyn Ásbjörnssyni gjaldkera og Oddi G. Bjarnasyni ritara. Varaformaður var kjörinn Björgvin G Sigurðsson og siðameistari Sigurður Björgvinsson.

Stofnfundurinn var haldinn í Hestakránni og var margt gesta úr öðrum Lionsklúbbum sem fangaði þessum viðburði.

Lionshreyfingin leggur samfélaginu lið með ýmsum hætti og má vænta þess að hinn nýji klúbbur láti gott af sér leiða.

Fyrri greinFjóla keppir á sænska meistaramótinu
Næsta greinFleiri sveitarfélög skoða sameiningarkosti