Lista upp eignir og huga að sölu

Á síðasta fundi byggðaráðs Rangárþings ytra voru lögð var gögn um fasteignir sveitarfélagsins, heildaryfirlit um íbúðir, hús, lóðir og lendur í eigu þess.

Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra, var falið að ganga frá tillögu að sölulista og jafnframt að leita eftir mati fasteignasala á viðkomandi eignum áður en tillaga um sölu á þeim verður lögð fyrir sveitarstjórn.

„Það sem við erum að gera í eignamálum er í fyrsta lagi að lista þetta upp sem til er af húseignum og lendum og lóðum, það er gott fyrir nýja sveitarstjórn að átta sig á eignastöðunni. Það hafa verið að seljast eignir og mikið spurt um eignir til sölu þannig að okkur þótti rétt að fara yfir þennan lista og taka upplýsta umræðu hvað ætti að vera til sölu og hvað ekki,“ sagði Ágúst í samtali við Sunnlenska.

Fyrri greinVörur læstar inni og reikningar ekki greiddir
Næsta greinÖruggt hjá FSu á Akureyri