Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á auka kjördæmisþingi KSFS sem haldið var í Keflavík og á fjarfundi í morgun.
Í tilkynningu frá flokknum segir að gríðarlega góð mæting hafi verið á fundinn. Stjórn kjördæmasambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi lagði fram framboðslistann og var hann samþykktur samhljóða.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, leiðir listann en hann fékk tæp 96% atkvæða í 1. sætið í prófkjöri flokksins á dögunum. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Alþingismaður, varð í 3. sæti í prófkjörinu en hún hafnaði því sæti og skipar heiðurssæti listans. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, sem varð í 5. sæti í prófkjörinu, var færð upp í 3. sæti listans, sem lítur svona út:
- Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppur
- Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ
- Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg
- Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ
- Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjar
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Hornafjörður
- Lilja Einarsdóttir, Rangárþing eystra
- Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppur
- Stefán Geirsson, Flóahreppur
- Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Rangárþing ytra
- Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Mýrdalshreppur
- Inga Jara Jónsdóttir, Árborg
- Anton Kristinn Guðmundsson, Suðurnesjabær
- Jóhannes Gissurarson, Skaftárhreppur
- Gunnhildur Imsland, Hornafjörður
- Jón Gautason, Árborg
- Drífa Sigfúsdóttir, Reykjanesbær
- Haraldur Einarsson, Flóahreppur
- Páll Jóhann Pálsson, Grindavík
- Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbær