Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var samþykktur á fjölmennum fundi sjálfstæðismanna á Hótel Örk í Hveragerði fyrr í dag.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fór fram í lok janúar og greiddu 3.988 atkvæði í prófkjörinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir sigraði örugglega í prófkjörinu en sex efstu frambjóðendurnir í prófkjörinu skipa sex efstu sæti listans. Árni Johnsen, sem hættir á þingi í vor, skipar heiðurssæti listans en þrjátíu ár eru síðan Árni settist fyrst á þing.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2013:
1. sæti Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ
2. sæti Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, Hvolsvelli
3. sæti Ásmundur Friðriksson, fv. bæjarstjóri, Garði
4. sæti Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður Grindavík
5. sæti Geir Jón Þórisson, fv. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum
6. sæti Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur, Hveragerði
7. sæti Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri, Eyrarbakka
8. sæti Trausti Hjaltason. sérfræðingur hjá LV, Vestmannaeyjum
9. sæti Sigurbjartur Pálsson, bóndi, Þykkvabæ
10. sæti Þorsteinn M Kristinsson, lögreglumaður, Kirkjubæjarklaustri
11. sæti Björg Hafsteinsdóttir, sjúkraþjálfari, Reykjanesbæ
12. sæti Ármann Einarsson, útgerðarstjóri, Þorlákshöfn
13. sæti Lovísa Rósa Bjarnadóttir, sjálfstæður atvinnurekandi, Höfn í Hornafirði
14. sæti Margrét Runólfsdóttir, hótelstjóri, Flúðum
15. sæti Markús Árni Vernharðsson, nemi, Selfossi
16. sæti Sigurhanna Friðþórsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum
17. sæti Jóna Sigurbjartsdóttir, hárgreiðslumeistari, Selfossi
18. sæti Arnar Ragnarsson, skipstjóri, Höfn í Hornafirði
19. sæti Elínborg Ólafsdóttir, varabæjarfulltrúi, Hveragerði
20. sæti Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum