Allt varð með kyrrum kjörum á deildum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í verkfallsaðgerðum lækna. Færri íbúar hafa leitað á stöðvarnar HSu verkfallsdagana og þar af leiðandi verið fremur lítið álag.
Bráðum tilvikum hefur verið sinnt og það án vandræða. Lauslega áætlað má reikna með, að ef allir tímar heilsugæslulækna, bæði símatímar og viðtalstímar, hefðu verið bókaðir þessa tvo daga, hefðu allt að 500 samskipti verið afgreidd samtals báða dagana.
Það má því reikna með að þessum 500 samskiptum hafi verið frestað vegna verkfallsaðgerða lækna og komi inn síðar.
Læknar hafa eingöngu sinnt neyðartilvikum og því fáir lyfseðlar endurnýjaðir. Læknamönnun er í samræmi undaþáguleyfi og miðast við það að afstýra neyðarástandi.