Lítið hlaup í Múlakvísl

Minniháttar jökulhlaup eru nú í Múlakvísl, tengt jarðhitavirkni undir Mýrdalsjökli. Svipaðir smálekar hafa áður komið í Múlakvísl um þetta leyti árs.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki hætta á tjóni enn sem komið er en vel er fylgst með vatnshæð og rafleiðni í ánni.

Veðurstofanunni hafa ekki borist neinar tilkynningar um brennisteinslykt við þjóðveginn í nágrenni ánna.

Eins og staðan er núna hefur þetta ekki áhrif á ferðir fólks, hlaupið getur staðið næstu daga en nýjustu mælingar sýna minnkandi rafleiðni.

Fyrri greinJónsmessuhátíðin á Eyrarbakka á laugardag
Næsta greinRukka þá sem gista utan tjaldsvæða