Gosvirkni virðist svipuð í dag og í gær. Heldur hefur dregið úr gosmekkinum, sem stefnir í austsuðaustur.
Tilkynnt var um öskufall í Vík í Mýrdal og í Meðallandi í dag. Rykmistur var á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri og skyggni um 200 – 300 m.
Rennsli við Gígjökul er lítið eins og undanfarna daga. Á vefmyndavélum sjást meiri gufubólstrar við hraunjaðarinn en í gær, svo líklega hefur ísbráðnun aukist.
Fjöldi eldinga mældist á eldingamælum bresku veðurstofunnar frá því um fimmleytið í gær og fram að hádegi í dag.
Þetta kemur fram á minnisblaði Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar HÍ.