Talið er að lítið jökulhlaup sé hafið í ánni Skálm í Álftaveri.
Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm frá því seinnipartinn 7. september og mælist nú um 309 µS/cm, ásamt því að vatnshæð ánnar hefur farið eilítið vaxandi.
Fólk er beðið um að sýna aðgát við upptök ánnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Engar tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist Veðurstofunni. Enginn hlaupórói mælist að svo stöddu á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul eins og mældist hlaupinu í Skálm þann 27. júlí síðastliðinn.
Að svo stöddu er vatnshæð undir viðvörunar mörkun og innviði ekki talin í hættu en ekki er útilokað að rennslishraði og vatshæð muni aukast. Náttúruvárvakt VÍ mun halda áfram að vakta svæðið.