Lítið jökulhlaup hafið í Skálm

Frá jökulhlaupinu í ánni Skálm 27. júlí sl. sunnlenska.is/Marinó Fannar Garðarsson

Talið er að lítið jökulhlaup sé hafið í ánni Skálm í Álftaveri.

Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm frá því seinnipartinn 7. september og mælist nú um 309 µS/cm, ásamt því að vatnshæð ánnar hefur farið eilítið vaxandi.

Fólk er beðið um að sýna aðgát við upptök ánnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Engar tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist Veðurstofunni. Enginn hlaupórói mælist að svo stöddu á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul eins og mældist hlaupinu í Skálm þann 27. júlí síðastliðinn.

Að svo stöddu er vatnshæð undir viðvörunar mörkun og innviði ekki talin í hættu en ekki er útilokað að rennslishraði og vatshæð muni aukast. Náttúruvárvakt VÍ mun halda áfram að vakta svæðið.

Fyrri greinFSu hvetur foreldra til að bregðast við
Næsta greinRannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri