Lítil hlutfallsleg breyting á milli ára

Framlag jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er afar mismunandi eftir sveitarfélögum á Suðurlandi, og er allt frá því að vera 50,3% af heildartekjum sveitarfélags niður í 11,9%.

Lítil hlutfallsleg breyting er á milli ára ef litið er fimm ár aftur í tímann.

Flóahreppur fær hæst framlag allra sveitarfélaganna á Suðurlandi og er í 6. sæti yfir sveitarfélög á landinu, en árið 2011 nam upphæð framlags sjóðsins ríflega 183 milljónum króna, en heildar skatttekjur það árið námu liðlega 364 milljónum.

Grímsnes- og Grafningshreppur fékk sama ár rúmar 47 milljónir, eða sem nam 11,9% af heildarskatttekjum sveitarfélagsins það ár, en þær námu þá 396 milljónum króna.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinFærri eignir seldust í janúar
Næsta greinMinnihlutinn telur kaupin óþörf