Lítill áhugi á náttúrupassa

Rúm 83% þeirra sem tóku þátt í viðhorfskönnun um gjaldtöku í ferðaþjónustu á Suðurlandi vilja sjá slíka gjaldtöku á Suðurlandi. Könnunin var gerð fyrir tilstilli Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og fór fram á netinu, en þátttaka var góð og greiddu 837 manns þar atkvæði.

Náttúrupassi var ekki efstur á lista heldur kusu flestir brottfarar- eða komugjald eða 28,3%. Rúm 21% vilja sjá aðgangseyri á einstaka staði, en þar á eftir kom blanda af náttúrupassa og gjaldtöku á einstaka staði, eða 19,5 5% þátttakenda sem vill sjá slíkt fyrirkomulag.

„Ég er mjög ánægður með þátttökuna í könnuninni og niðurstöðurnar koma mér ekki á óvart,“ sagði Gunnar Þorgeirsson formaður SASS í samtali við Sunnlenska. Hann segir það skipta verulega miklu máli að afrakstur gjaldtökunnar skili sér í auknum fjármunum til uppbyggingar, viðhalds og verndunar á ferðamannastöðum.

„Þrátt fyrir gríðarlega umferð ferðamanna um Suðurland er áhyggjuefni hversu lítið fjármagn verður eftir í landshlutanum þegar ferðaþjónustan er annars vegar,“ segir Gunnar.

Fyrri greinHamar steinlá gegn Val
Næsta greinAuglýst eftir fólki á lista – rektor í framboði