Bæjarráð Árborgar ítrekar afstöðu sína um að koma að forsendum útboðs vegna gæsluvarðhaldsfangelsis enda sé Litla-Hraun fyrsti valkostur ef fjölga á fangelsisplássum.
Bygging 50 nýrra fangelsisplássa verður boðin út í næsta mánuði. Forstjóri fangelsismálastofnunar hefur látið hafa eftir sér í fréttum að fangelsið rísi líklegast á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og fangelsismálastjóra vegna málsins hið fyrsta.