Litlar skemmdir í eldsvoða

Eldur kom upp í sumarbústað í Lerkilundi við austanvert Þingvallavatn eftir hádegi í dag.

Lítill eldur var í húsinu en töluverður reykur þegar slökkviliðið á Selfossi kom á vettvang.

Slökkvistarf gekk vel fyrir sig en reykræsta þurfti bústaðinn sem skemmdist lítið.

Eldsupptök eru ókunn en grunur leikur á að neisti hafi komið út frá kamínu. Húsið var mannlaust en eigendur þess höfðu verið þar í morgun.

Fyrri greinVallarmetið tvíbætt á Kiðjabergi
Næsta grein„Hefði viljað meira út úr leiknum“