Ljósleiðaralagning í Flóahreppi er að hefjast en starfsmenn Leiðarans ehf og Digrakletts ehf hafa að undanförnu verið að skanna lagnir og undirbúa verkefnið ásamt starfsmönnum veitna.
Búið er að panta allt efni og það er óðum að berast á svæðið. Sævar Eiríksson sinnir eftirliti með verkinu fyrir hönd Flóahrepps en verkefnisstjóri er Guðmundur Daníelsson.
Tilboð Leiðarans ehf í verkið hljóðaði upp á 223 milljónir króna og kostnaður við efniskaup er um 48 milljónir króna.
Alls verða plægðir 180 kílómetrar og er fjöldi tengistaða í hreppnum 250 talsins.