Lóan er komin að kveða burt snjóinn – og að þessu sinni ákvað hún að heilsa fyrst upp á Stokkseyringa.
Hjördís Davíðsdóttir á Selfossi var á göngu í Stokkseyrarfjöru í gær þegar hún sá þrjár lóur í fjörunni.
„Við vorum eiginlega ekki að trúa þessu en það var mikið gott að sjá þær eftir allar leiðinlegu fréttir dagsins. Það er þá staðfest að vorið er komið,“ sagði Hjördís í samtali við sunnlenska.is.
Fleiri farfuglar hafa látið sjá sig á síðustu dögum – allir á settum tíma. Fyrstu tjaldarnir komu á Eyrarbakka um síðustu helgi og tjaldar sáust í vikunni á Laugarvatni og Flúðum. Þá fer álftinni sömuleiðis fjölgandi þessa dagana hér á Suðurlandi, svo eitthvað sé nefny.