Skipulags- og byggingardeild Sveitarfélagsins Árborgar hefur nú lokið yfirferð þeirra 8.895 umsókna sem bárust um 53 lóðir í Björkurstykki á Selfossi.
Eftir yfirferð teljast um 6.000 umsóknir vera gildar og stefnt er að því að dregið verði úr umsóknum á aukafundi skipulags- og byggingarnefndar næstkomandi mánudag.
Við útdráttinn verður notast við rafrænt kerfi sem samþykkt er af sýslumanninum á Suðurlandi og verður fulltrúi sýslumanns viðstaddur þegar dregið verður úr gildum umsóknum.