Logandi kúkur á Selfossi

Óprúttnir aðilar vöfðu kúk inn í dagblöð og kveiktu í á tröppum íbúðarhúss á Selfossi í gærkvöldi.

Þegar húsráðandi varð var við eldinn fór hann út á tröppur, slökkti eldinn og hringdi svo á lögregluna.

Ekki er vitað hverjir voru að verki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu búast hvorki húsráðandi né lögregla við að farið verði með málið lengra.

Prakkarastrik sem þetta ku vera vinsælt vestur í henni Ameríku og kallast þar „Flaming poop“. Má sjá þetta framkvæmt í mörgum kvikmyndum. Lögreglan lítur málið þó alvarlegum augum því alltaf er hætta á að illa fari þegar eldur er annars vegar.

Fyrri greinStórsigur á Fjölni
Næsta greinAðventuhátíð í Holtunum