Í dag, þriðjudaginn 19. október munu lögreglumenn í Rangárvallasýslu hafa aukið eftirlit með ljósabúnaði ökutækja og eftirvagna.
Lögregla mun því í auknu mæli stöðva ökumenn sem ekki hafa yfirfarið ljósabúnað sinn fyrir veturinn.
„Athygli lögreglu hefur verið vakin á því að nú þegar dimmt er orðið á kvöldin beri nokkuð á því að út á vegum í umdæminu séu vinnuvélar sem dragi eftirvagna sem eru án alls ljósabúnaðar en eins og ljóst má vera hlýst af slíku athæfi mikil slysahætta,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.