Frá og með 1. júní næstkomandi mun lögreglan á Suðurlandi byrja að sekta þá ökumenn sem enn aka um á negldum vetrardekkjum.
Sektin er 20 þúsund krónur fyrir hvern negldan hjólbarða, þannig að séu menn á fjórum rígnegldum dekkjum er sektin 80 þúsund krónur.
„Við erum nokkuð sannfærð um að vetarfærðinni sé lokið og hvetjum þá sem enn eiga eftir að taka nagladekkin undan, að gera það hið fyrsta,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.