Löggur leiða báða lista í Skaftárhreppi

Kjörstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt tvo lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, „Skaftárhrepp á kortið“ og „Framsýn – lista framsýnna íbúa í Skaftárhreppi“.

Oddvitar listanna eru báðir lögreglumenn. Guðmundur Ingi Ingason fer fyrir lista „Skaftárhrepps á kortið“ og Þorsteinn M. Kristinsson leiðir lista Framsýnar.

Af núverandi hreppsnefndarmönnum eru fjórir í framboði en Elín Heiða Valsdóttir hyggst hætta. Þorsteinn, oddviti Framsýnar, situr í hreppsnefnd og Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti Skaftárhrepps er í 2. sæti. Jóhannes Gissurarson á Herjólfsstöðum og Sverrir Gíslason á Kirkjubæjarklaustri II eru í 3. og 4. sæti á listanum „Skaftárhrepp á kortið“.

Átta ár eru síðan síðast voru listakosningar í Skaftárhreppi.

Listanum „Skaftárhrepp á kortið“ hefur verið úthlutað listabókstafnum Ó. Frambjóðendur listans eru:
1. Guðmundur Ingi Ingason, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri
2. Jóhanna Jónsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Hunkubökkum
3. Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum
4. Sverrir Gíslason, bóndi á Kirkjubæjarklaustri II
5. Guðmundur Vignir Steinsson, atvinnurekandi og slökkviliðsstjóri í Nýjabæ
6. Ragnheiður Hlín Símonardóttir, sjúkraliði og bóndi á Kálfafelli 1b
7. Jónína Jóhannesdóttir, bóndi í Hvammi
8. Björn Helgi Snorrason, húsasmíðameistari og bóndi á Kálfafelli 1b
9. Þóranna Harðardóttir, landpóstur og bóndi í Ásgarði
10. Magnús Þorfinnsson, bóndi í Hæðargarði

Listinn „Framsýn – listi framsýnna íbúa í Skaftárhreppi“ fær listabókstafinn L en frambjóðendur listans eru:
1. Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður í Efri-Vík
2. Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti og hársnyrtimeistari á Kirkjubæjarklaustri
3. Þórunn Júlíusdóttir, leikskólastjóri í Seglbúðum
4. Rannveig E. Bjarnadóttir, matráður á Kirkjubæjarklaustri
5. Bjarki V. Guðnason, bóndi á Maríubakka
6. Ingibjörg Eiríksdóttir, ferðamálafræðingur á Kirkjubæjarklaustri
7. Gísli K. Kjartansson, bóndi á Geirlandi
8. Kjartan Hjalti Kjartansson, skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri
9. Kári Kristjánsson, starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarsð, Hæð.
10. Jón Helgason, fyrrverani oddviti í Seglbúðum

Fyrri greinEggert Valur: Framtíðin er í Árborg
Næsta greinEldfjallið dregst hægt saman