Seinnipart laugardags hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af konu sem tíndi kríuegg í kríuvarpi við Óseyrarbrú. Konan reyndist hafa tínt um tvöhundruð egg.
Konan kvaðst hafa gert þetta árum saman á þessum sama stað. Eggin voru haldlögð og er málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni.
Ákvæði laga um vernd friðun og veiðar heimila eggjatöku í kríuvarpi fram til 15. júní en skoða þarf hvort eggjatínslan hafi farið fram innan fuglafriðlands.