Lögregla og tollstjóri leituðu í Mykinesi

Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Síðastliðinn föstudag framkvæmdu tollstjóri og lögreglan á Suðurlandi umfangsmikla leit í flutningaskipinu Mykines þegar það lagðist að bryggju í Þorlákshöfn.

Leitað var í skipinu með sex fíkniefnaleitarhundum, frá tollstjóra, lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og fangelsinu Litla-Hrauni. Leitað var í farmi sem skipað var upp hérlendis, einnig var leitað í skipinu sjálfu. Rúmlega tuttugu manns tóku þátt í aðgerðinni.

Nokkrir gámar voru teknir til frekari skoðunar á innihaldi. Í frétt frá lögreglunni á Suðurlandi segir að aðgerðin hafi tekist í alla staði vel og má telja fullvíst að áframhald verði á samstafi sem þessu og reglubundið eftirlit verð með farmflutningum til Þorlákshafnar.

Fyrri greinTómas Haukur ráðinn til Rangárþings ytra
Næsta grein„Svekkjandi að fá ekkert út úr þessu“