Óvenju margir lögreglumenn verða á vakt í Rangárvallasýslu um helgina en tvær útihátíðir fara fram í sýslunni.
Tvær útihátíðir fara fram í sýslunni um helgina, tónlistarhátíð í Galtalækjarskógi og útihátíð háskólanema í Hallgeirsey í Landeyjum.
Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að tíu lögreglumenn verði á næturvakt hið minnsta. „Við erum bara slakir yfir þessu,“ sagði Sveinn í samtali við Sunnlenska.