Lögreglan handtók tvo unga karlmenn í gærkvöldi á bakvið Björgunarmiðstöðina á Selfossi þar sem þeir voru að stela flöskum og dósum, sem björgunarfélagið hefur safnað sér til fjáröflunar.
Það voru sjúkraflutningamenn sem sáu til mannanna og létu lögregluna vita og voru mennirnir handteknir á vettvangi. Lögreglan fór gangandi í útkallið, þar sem lögreglustöðin er hinumegin við götuna.