Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með ís og krapamyndun í Ölfusá en eins og fram hefur komið á sunnlenska.is er áin bakkafull af ís, og rúmlega það, þessa dagana.
Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgst með þróuninni.
Fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp er beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Einnig eru þeir sem eru með kjallara undir húsum sínum beðnir að fylgjast með ástandi í þeim.
Seinnipartinn í dag og fram á kvöld er búist við einhverri hlýnun og umtalsverðum hríðarbyl suðvestanlandsen ekki er búist við að þessi hlýindi hafi veruleg áhrif á stöðu mála á ánni.