Lögreglan á Suðurlandi hyggst vera með aukið eftirlit með öryggisþáttum í umferðinni og verður eftirlitinu sérstaklega beint að notkun bílbelta.
Ökumenn og farþegar geta búist við að lögreglan birtist víða í umdæminu í þeim tilgangi að tryggja öryggi vegfarenda.
Í tilkynningu frá lögreglu er minnt á að ökumaður er ábyrgur fyrir farþega yngri en 15 ára.
Ef öryggisbelti, eða öryggisbúnaður fyrir barn er ekki notaður er sektin 10.000 krónur. Ef ökumaður gætir þess hins vegar ekki að barn yngra en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað þá er sektin 15.000 krónur.