Lögreglumenn frá Selfossi hafa í dag verið við eftirlit í uppsveitum og á Þingvöllum þar sem meðal annars var fylgst með köfun í Silfru.
Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur í Þjóðgarðinum en að sögn lögreglu virðast sumir ökumenn ekki gera sér grein fyrir því að hámarkshraði innan Þjóðgarðs er 50 km á klukkustund.
Á Lyngdalsheiðarvegi voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur.