Lögreglan getur ekki sinnt forvarnarverkefnum

Forvarnarhópur Sveitarfélagsins Árborgar gagnrýnir harðlega niðurskurðinn sem lögregluembættið á Selfossi hefur orðið fyrir á liðnum árum og leitt hefur til verulegrar fækkunar lögregluþjóna á vaktsvæðinu.

Í ályktun frá forvarnarhópnum segir að lögregluembættið hafi auk þess þurft að hætta mikilvægum forvarnarverkefnum fyrir börn og ungmenni í sveitarfélögunum vegna manneklu. Forvarnarhópur Sveitarfélagsins Árborgar sættir sig ekki við þetta ástand.

Hópurinn skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa tafarlaust inn í svo lögreglan verði sýnilegri í samfélaginu og geti sinnt þeim mikilvægu forvarnarverkefnum sem snerta sunnlensk börn og ungmenni.

Fyrri greinTap í fyrsta leik Þórsara
Næsta greinÞrastarlundur rekinn í leyfisleysi