Lögreglan á Suðurlandi sinnti töluverðu eftirliti í síðustu viku með sóttvörnum og sóttvarnarreglum á hótelum og veitingahúsum í umdæminu.
Í dagbók lögreglunnar segir að bent hafi verið á lítilsháttar lagfæringar á nokkrum stöðum, en ekki var ástæða til kæru á neinum stöðum.
„Viljum við hrósa hótelum og veitingaaðilum í umdæminu fyrir að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið, en það er einmitt mjög mikilvægt því þannig að við komumst í gegnum þennan skafl saman,“ segir í dagbók lögreglunnar.