Lögreglan leysti upp hópslagsmál í heimahúsi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Töluvert annríki var hjá lögreglunni á Suðurlandi um helgina. Frá því á föstudag hafa verið skráð tæplega 150 mál í dagbók lögreglunnar.

Um helgina var lögreglan kölluð til að heimili vegna hópslagsmála. Þar virðast nokkrir aðilar í partýi hafa tekist á og er málið til rannsóknar.

Átta ökumenn voru kærðir fyrir að aka of greitt og mældist sá sem hraðast ók á 124 km/klst hraða. Afskipti voru höfð af sex ökumönnum sem grunaðir eru um að hafa verið undir áhrifum áfengis, auk tveggja sem grunaðir eru um að hafa verið undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka án ökuréttinda.

Þá var einn aðili kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Fyrri greinSjö kindur drápust eftir ákeyrslu
Næsta greinUnnið að bilanaleit í gatnalýsingu á Selfossi