Lögreglan líði ekki fjárskort

Löng bið er eftir afgreiðslu mála frá sýslumannsembættinu í Árnessýslu og er þar mikið álag á starfsfólki. Þannig er nokkur bið eftir þinglýsingum, en það getur haft áhrif á kaup og sölu húsnæðis, skipulagsbreytingar og annað.

Að sögn Eyþórs Arnalds, formanns bæjarráðs Árborgar hefur bæjarráð rætt fjárveitingar til embættisins sem líður fyrir að fá ekki nægilegt fjármagn frá ríkinu, sem sýnir sig einnig í að fyrir liggur að fækka þarf lögreglumönnum um fjóra ef ekki verður breyting.

„Það gengur auðvitað ekki og vart hægt að bjóða okkur upp á svona lagað, að lögregla og sýslumaður eigi erfitt með að uppfylla lögbundnar skyldur og veita þessa grundvallarþjónustu, segir Eyþór.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri grein600 strákar á Olísmótinu
Næsta greinLóð og bílastæði fyrir 45 milljónir króna