
Lögreglumenn verða á ferðinni við Þorlákshöfn, Ölfus, Hveragerði og Árborg í nótt og mæla loftgæðin.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ekkert gas mælist á svæðinu núna.
Lögreglan hvetur íbúa til að fylgjast með fréttum frá Almannavörnum ef eitthvað breytist.