Lögreglan stöðvaði meintan fíkniefnasala

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa lögreglumenn við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi haldið úti öflugu umferðareftirliti um allt Suðurland.

Sjö ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, var sá sem hraðast ók á 130 km hraða. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Sá sem ók undir áhrifum fíkniefna var auk þess sviptur ökuréttindum og var farþegi bifreiðarinnar með töluvert magn fíkniefna sem lögregla grunar að hafi verið ætlað til sölu og/eða dreifingar.

Að öðru leiti fór s.l. sólahringur vel fram og var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinÖnnur lægð á leiðinni og önnur gul viðvörun
Næsta greinGlæný sunnlensk hljómsveit með glænýtt lag