Lögreglan á Suðurlandi kærði tvo ökumenn í síðustu viku fyrir að hafa ekki kveikt á aðalljósum bifreiða sinna við akstur þeirra.
Í dagbók lögreglunnar segir að í ljósi þess stutta birtutíma sem nú er, sé rétt að minna ökumenn á að nota ökuljós eins og mælt er fyrir um í lögum og ganga úr skugga um að þau séu í lagi.
Almennt hefur lögreglan haft þau viðmið að áminna menn ef eitt ljós er bilað en sekta ef þau eru fleiri. Bregðist menn ekki við áminningunni má ganga út frá því að viðkomandi fái sekt þegar höfð eru af honum afskipti næst.