Lögreglan á Suðurlandi er nú með almennt umferðareftirlit á Suðurlandsvegi, rétt vestan við Selfoss. Þar eru nú flestar bifreiðar stöðvaðar og er ástand þeirra og ökumanna kannað.
Í flestum tilvikum munu ferðalangar þurfa að gera örstutt stopp á ferðum sínum nema eitthvað athugavert komi í ljós við skoðun.
Lögreglan minnir á að nú er hún í átaki vegna nagladekkja en tími nagladekkja er liðinn.