Umhverfisstofnun ákvað í lok júnímánaðar að loka aðkomu að Sauðleysuvatni, innan Friðlands að Fjallabaki, á grundvelli náttúruverndarlaga vegna slæms ástands hans.
Vegurinn sem um ræðir hefur grafist niður í leysingum en ekið hefur verið utan hans með tilheyrandi raski.
Í framhaldi af þeirri lokun hefur Umhverfisstofnun ákveðið á grundvelli vegalaga að banna umferð vélknúinna ökutækja um veginn um óákveðinn tíma þar til hægt verður að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Stofnunin mun endurmeta ráðstafanir á svæðinu eigi síðar en 1. október.