Lokað í Reynisfjöru eftir grjóthrun

Í Reynisfjöru. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Lögregla hefur lokað fyrir umferð fólks í Reynisfjöru að hluta vegna hruns úr berginu austarlega yfir fjörunni í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slösuðust tveir þegar þeir fengu gjót á sig, annarsvegar karlmaður um tvítugt og hinsvegar barn. Meiðsl þeirra munu þó ekki vera alvarleg.

Verið er að skoða aðstæður á vettvangi og meta hvort og til hvaða aðgerða verður gripið umfram það sem búið er að loka.

Fyrri greinLeitað með kafbátum í Þingvallavatni
Næsta greinHSK styrkir bikarmeistarana