Búið er að loka veginum milli Víkur og Hvolsvallar vegna veðurs. Enn er að bæta í vind með suðurströndinni og nær hann hámarki með morgninum og undir hádegi.
Undir Eyjafjöllum meðalavindur allt að 25 m/s og hviður 40 m/s. Svipað í Öræfum við Sandfell og lægir ekki að gagni fyrr en eftir 15-16 í dag. Þjóðveginum á Skeiðarársandi og að Jökulsárlóni verður líklega lokað síðar í dag.
Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði en annars að mestu greiðfært.
Uppfært kl. 7:45: Þjóðvegi 1 milli Núpstaðar og Kvískerja hefur einnig verið lokað.