Lokað prófkjör hjá Framsókn í apríl

Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir eru núverandi alþingismenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/Framsókn

Prófkjör Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi mun fara fram laugardaginn 10. apríl næstkomandi.

Í prófkjörinu verður kosið um fimm efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 25. september næstkomandi.

Um lokað prófkjör er að ræða, þannig að einungis flokksbundnir framsóknarmenn með lögheimili í kjördæminu eiga atkvæðisrétt. Kjörskrá lokar fimmtudaginn 11. mars en framboðsfrestur rennur út föstudaginn 26. mars kl. 12 á hádegi, fimmtán dögum fyrir prófkjörið.

Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir framboði. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu á yfirstandandi kjörtímabili, þau Sigurð Inga Jóhannsson og Silju Dögg Gunnarsdóttur.

Fyrri greinPróflaus ökumaður á hrakhólum
Næsta greinSannfærandi sigur á heimavelli