Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 á þriðja tímanum í dag austan undir Reynisfjalli, á milli Grafarhóls og Selhryggs.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug áleiðis austur, til móts við sjúkrabíla sem fluttu slasaða af vettvangi.
Langar bílaraðir mynduðust beggja vegna slysstaðarins en vegurinn hefur verið opnaður á ný. Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi og eru vegfarendur beðnir um að sýna þeim tillitssemi. Slæmt veður er á vettvangi og færð tekin að spillast.
UPPFÆRT KL. 16:06