Næstkomandi miðvikudags- og fimmtudagskvöld, 1. og 2. júní er stefnt á að malbika báðar akreinar á Suðurlandvegi við Kögunarhól undir Ingólfsfjalli.
Suðurlandsvegi verður lokað á milli Hveragerðis og Biskuptungnabrautar frá kl. 19:00 til 6:00 að morgni 1.–2. júní og aftur 2.–3. júní. Hjáleiðir verða merktar um Eyrarbakkaveg og Þorlákshafnarveg.
Í tilkynningu frá Colas Ísland, sem sér um framkvæmdirnar, eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.