Búið að opna Hellisheiði

UPPFÆRT KL. 11:24: Hellisheiði hefur verið opnuð á ný.

UPPFÆRT KL. 10:08: Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er Hellisheiðin lokuð um óákveðin tíma en opið um Sandskeið og Þrengsli.

Í morgun fór vörubíll útaf veginum á Sandskeiði og hafnaði á hliðinni. Ökumaðurinn var fluttur til skoðunar á slysadeild.

Hávaðarok og skafrenningur er á háheiðinni og verður hún lokuð eitthvað áfram.

– – – – – – – – – –

Eldri frétt:

Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna veðurs og umferðaróhapps.

Suðurlandsvegur er greiðfær að mestu leiti en hálkublettir á öðrum leiðum á Suðurlandi. Flughálka er á Grafningsvegi og sömuleiðis á Suðurlandsvegi milli Jökulsárlóns og Kvískerja.

Fréttin verður uppfærð

Fyrri greinÖruggt hjá Hamri gegn Sindra
Næsta greinSkortur á stefnuljósanotkun pirrar ökumenn mest í umferðinni