Sjálfstæðismenn tryggðu sér hreinan meirihluta í Árborg með 45,2% atkvæða og fimm menn kjörna.
Kjörsókn í Árborg var mun minni en árið 2006 eða 76,4%. Alls kusu 4.164 af þeim 5.450 sem voru á kjörskrá.
D-listinn fékk 1883 atkvæði og fimm menn kjörna, Samfylkingin fékk 741 atkvæði og tvo menn, Framsókn 738 atkvæði og einn mann og Vinstri grænir 395 atkvæði og einn mann.
Aðeins munaði þremur atkvæðum að Íris Böðvarsdóttir, í 2. sæti B-listans, myndi fella Eggert Val Guðmundsson, 2. mann Samfylkingar.
Í bæjarstjórn Árborgar eru:
1. Eyþór Arnalds (D)
2. Elfa Dögg Þórðardóttir (D)
3. Ragnheiður Hergeirsdóttir (S)
4. Helgi Sigurður Haraldsson (B)
5. Ari Björn Thorarensen (D)
6. Sandra Dís Hafþórsdóttir (D)
7. Þórdís Eygló Sigurðardóttir (V)
8. Gunnar Egilsson (D)
9. Eggert Valur Guðmundsson (S)