Lokatölur: Flokkur fólksins stærstur

Efstu frambjóðendur Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.

Síðustu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar laust fyrir klukkan átta í morgun. Á kjörskrá voru 40.994 og kjörsókn var 78,8%.

Flokkur fólksins er stærsti flokkur kjördæmisins með 6.354 atkvæði, 20,0% og tvo þingmenn kjörna. Flokkurinn bætir við sig einum manni. Sjálfstæðisflokkurinn er með 6.233 atkvæði, 19,6% og Samfylkingin 5.519 atkvæði, 17,3% og báðir flokkar fá tvo menn kjörna.

Miðflokkurinn hlaut 4.322 atkvæði (13,6%) og Viðreisn 3.571 (11,2%) og þessir flokkar fá einn þingmann í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn hlaut 3.806 (12,0%) og tvo þingmenn kjörna, Sigurður Ingi Jóhannsson sem skipaði 2. sæti listans datt inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi.

Kjördæmakjörnir
· Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F)
· Guðrún Hafsteinsdóttir (D)
· Víðir Reynisson (S)
· Karl Gauti Hjaltason (M)
· Halla Hrund Logadóttir (B)
· Guðbrandur Einarsson (C)
· Sigurður Helgi Pálmason (F)
· Vilhjálmur Árnason (D)
· Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S)
Uppbótarþingmaður
· Sigurður Ingi Jóhannsson (B)

UPPFÆRT KL. 12:44 eftir að lokatölur bárust.

Kosningaumfjöllun RÚV

Fyrri greinAðrar tölur: Sjálfstæðisflokkur með þrjá þingmenn
Næsta greinGul viðvörun: Hríðarveður og skafrenningur