Lokatölur: Hnífjafnt í Ölfusinu

A-, B- og D-listi fá öll tvo bæjarfulltrúa í Ölfusinu en þar er búið að telja öll atkvæði.

Á kjörskrá í Ölfusi voru 1.307 en 1.032 mættu á kjörstað, eða 78,9%.

D-listinn fékk flest atkvæði, 323 eða 31%, B-listinn fékk 297 atkvæði eða 29% og A-listinn fékk 255 atkvæði eða 25%. Öll þessi framboð fá tvo bæjarfulltrúa. Sjöundi bæjarfulltrúinn kemur úr röðum félagshyggjufólksins á Ö-listanum sem var með 119 atkvæði eða 11,5%

Kjörnir bæjarfulltrúar eru því:

1. Stefán Jónsson (D)
2. Sveinn Steinarsson (B)
3. Sigríður Lára Ásbergsdóttir (A)
4. Kristín Magnúsdóttir (D)
5. Anna Björg Níelsdóttir (B)
6. Guðmundur Baldursson (A)
7. Hróðmar Bjarnason (Ö)

Fyrri greinÁrborg: D-listinn með hreinan meirihluta
Næsta greinStórsigur D-listans í Hveragerði