Talningu er lokið í Sveitarfélaginu Árborg. D-listinn bætir við sig fylgi frá síðustu kosningum og heldur hreinum meirihluta.
Á kjörskrá voru 5.724 manns og skiluðu 4.169 atkvæði sér í kjörkassana. Kjörsókn var 72,8% sem er minna en árið 2010.
Fulltrúafjöldi framboðanna er sá sami og í síðustu kosningum utan hvað Björt framtíð fellir bæjarfulltrúa Vinstri grænna. Athygli vekur að fylgi Vg fer úr 9,5% árið 2010 niður í 4,3% í ár.
Lokatölur í Árborg eru þessar:
B listi Framsóknar – 600 atkvæði 1 fulltrúi
D listi Sjálfstæðisflokks – 2.050 atkvæði 5 fulltrúar
S listi Samfylkingar – 767 atkvæði 2 fulltrúar
V listi Vinstri grænna – 174 atkvæði
Æ listi Bjartrar framtíðar – 427 atkvæði 1 fulltrúi
Auðir seðlar – 137 Ógildir – 14
Bæjarstjórnin er þannig skipuð:
Gunnar Egilsson D-lista
Sandra Dís Hafþórsdóttir D-lista
Kjartan Björnsson D-lista
Ari Thorarensen D-lista
Ásta Stefánsdóttir D-lista
Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson B-lista
Viðar Helgason Æ-lista