Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Fjaðrárgljúfur að austan í hlýindum og mikilli vætutíð síðustu daga. Þetta hefur gert það að verkum að álag á göngustíg og umhverfi hans er gríðarlegt.
Umrætt svæði er á náttúruminjaskrá og Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka svæðinu vegna aurbleytu þar til gerðar hafa verið úrbætur, samkvæmt lögum um náttúruvernd.
Lokunin er gerð bæði af öryggisástæðum og til að vernda gróður í umhverfi göngustígsins.
Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef ástand breytist.