Umhverfisstofnun auglýsti lokun svæðis í Reykjadal í Ölfusi þann 31. mars síðastliðinn í tvær vikur. Nú hefur verið ákveðið að framlengja lokunina í Reykjadal í fjórar vikur að höfðu samráði við sveitafélagið, landeiganda og hagsmunaaðila.
Umrætt svæði er nr. 752 á náttúruminjaskrá. Framkvæmdir hófust flótlega á um 600 metra kafla þar sem ástand svæðisins var hvað verst. Stígurinn hefur verið jafnaður, ýmist með því efni sem í honum var eða með efni sem flutt var á svæðið. Lagðar hafa verið 2000 mottueiningar (Ecogrid) í 99 cm breiðan stíg og yfir blautustu svæðin var breiddin höfð 132 cm. Ekki voru lagðar grindur á allan stíginn, aðeins á þann hluta sem var verst farinn.
Klaki er enn í jörðu og því nær það vatn sem safnast á svæðinu ekki að komast í burtu. Ekki er æskilegt að hleypa umferð um svæðið á meðan svæðið er enn mjög blautt þar sem það myndi valda frekari skemmdum á stígnum og umhverfi hans.
Svæðið verður opnað um leið og aðstæður leyfa eða eigi síðar en 12. maí næstkomandi.
Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.
Reykjadalur – Seasonal closures!
The Environment Agency has closed the area in Reykjadalur temporarily for nature protection. Due to soft soil and muddy trails the area has been damaged by traffic and is prone to further damage. The area will remain closed until conditions change, no longer than until May 12th. Entering the area is strictly forbidden. Help us to protect the nature and respect closing in nature conservation areas.“