Í nótt hefjast framkvæmdir við Ölfusárbrú en til stendur að steypa nýtt brúargólf annað kvöld.
Brúnni verður lokað á miðnætti í kvöld en opnuð aftur kl. 6:00 í fyrramálið.
Þar sem rigningarský eru að færa sig upp á skaftið og koma fyrr að landi en upphaflega var gert ráð fyrir þarf að flýta lokun brúarinnar á morgun mánudag og verður henni því lokað kl. 16 í stað kl. 20.
Brúin verður svo lokuð í allt að viku þar sem steypan er nokkra sólarhringa að harðna. Áætlað er að hægt verði að hleypa aftur umferð á brúna þann 20. ágúst en það gæti þó orðið fyrr ef aðstæður eru góðar.
Á meðan verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú annars vegar, og uppsveitir Árnessýslu hins vegar.
Gangandi vegfarendur munu komast um Ölfusárbrú á meðan á framkvæmdunum stendur þar sem gangbrautin yfir brúnna verður opin á framkvæmdatímanum.